26.03.2020
Þjónustusími bankanna er tölvuvæddur símsvari þar sem hægt er að sinna margskonar bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Í þjónustusímanum er hægt er að fá upplýsingar um stöðu á reikningi og síðustu færslur, fá upplýsingar um yfirdráttarheimild og gildistíma hennar ásamt því að hægt er að millifæra á milli eigin reikninga.
Lesa meira
24.03.2020
Ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að heimila tímabundið úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í byrjun apríl. Frumvarp til laga um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum og undirbúningur þegar í gangi hjá Lífsvali og sparisjóðunum. Ekki liggur endanlega fyrir hver útfærslan verður en við munum setja inn nýjar upplýsingar á heimasíðuna þegar það liggur fyrir.
Lesa meira
19.03.2020
Við hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga bregðumst við samkomubanni sem og leiðbeiningum almannavarna með því að gera það sem í okkar valdi stendur til að minnka smitleiðir og auka öryggi viðskiptavina og starfsmanna.
Lesa meira
20.12.2019
Sparisjóður Suður-Þingeyinga styttir vinnuviku starfsfólks með því að stytta opnunartíma á föstudögum.
Lesa meira
28.11.2019
Sparisjóðirnir munu því miður ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni og er viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samstarfsaðili sparisjóðanna getur ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans.
Lesa meira
21.11.2019
Á liðnu vori voru gerðar breytingar á lögum um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta sem lækkuðu gjöld banka og sparisjóða til Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta verulega.
Lesa meira
15.05.2019
Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit 11. apríl. Fundurinn var vel sóttur af stofnfjáreigendum. Fram kom að rekstur sparisjóðsins gekk vel á liðnu starfsári.
Lesa meira
12.04.2019
Rekstrarstöðvun Gamanferða, Einnig er hægt að hafa samband við Ferðamálastofu.
Lesa meira