Er sparisjóðurinn með app?
Já, appið má finna bæði í App Store fyrir iOS og Play Store fyrir Android.
Hvernig get ég stofnað til viðskipta ef ég bý utan þjónustusvæðis sparisjóðsins?
Á heimasíðu okkar undir einstaklingar eða fyrirtæki og þjónusta er að finna síðuna velkomin í viðskipti. Þar eru okkar helstu umsóknir til að stofna til viðskipta. Umsóknirnar eru fylltar út í vafra og undirritaðar rafrænt. Þegar úrvinnslu umsóknar er lokið hefur starfsmaður Sparisjóðsins samband. Ef óskað er eftir að fylla umsóknir út skriflega eða viðeigandi umsókn vantar þá þarf að hafa samband við Sparisjóðinn.
Hvenær get ég fengið heimabanka?
Viðskiptavinir Sparisjóðsins geta sótt um heimabanka m.a. með rafrænni umsókn. Þegar búið er að afgreiða umsóknina hefur starfsmaður Sparisjóðsins samband. Einnig er hægt að koma á afgreiðslustað og skrifa undir umsókn eða fengið umsókn senda með tölvupósti. Lágmarksaldur fyrir heimabanka er 13 ára.
Hvernig skrái ég mig inn í heimabankann?
Þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum sem er gjaldfrjálst eða með því að slá inn notendanafn og lykilorð og fá auðkenni með sms-i í farsímann þinn. Þjónustuaðili tekur gjald vegna sms-sins.
Hvenær má ég fá debetkort?
Ef þú ert með tékkareikning hjá sparisjóðnum þá getur þú fengið debetkort. Hægt er að stofna tékkareikning og fá debetkort frá 9 ára aldri. Börn á aldrinum 9-13 ára þurfa að koma með forráðamanni að skrifa undir umsókn.
Hvar finn ég PIN númer fyrir debetkort?
Þú finnur PIN númer debetkorta í heimabankanum. Þú ferð á Síðan mín, smellir á Reikningar undir Yfirlit, passar að velja reikninginn sem debetkortið er af, smellir á örina hjá Nánari upplýsingar og velur Sýna PIN. PIN númer debetkorta er síðan sent í farsíma.
Eingöngu er hægt að sækja PIN númer korta sem eru skráð á heimabankaeigandann sjálfan.
PIN númer er notað til að staðfesta greiðslur með greiðslukortum sparisjóðsins og því þarf að varðveita PIN á öruggan hátt.
Hvar finn ég PIN númer fyrir kreditkort?
Þú finnur PIN númer kreditkorta í heimabankanum. Þú ferð á Síðan mín, smellir á Kreditkort undir Yfirlit, smellir á örina hjá Nánari upplýsingar um kreditkort og velur Sýna PIN. PIN númerið birtist á skjánum.
Hvernig aflæsi ég PIN númeri?
Læst er fyrir frekari notkun korts ef stimplað er inn vitlaust PIN númer þrisvar sinnum í röð.
Til þess að aflæsa PIN númeri greiðslukortsins þarf að hafa samband við Sparisjóðinn þinn eða koma í heimsókn á næsta afgreiðslustað.
Hvernig sækji ég PUK númer?
Það er aðgengilegt á https://mitt.audkenni.is/. Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og velja "Kort með PUK". Þá er viðeigandi kort valið og þá kemur upp PUK númer korts.
Hvað má ég millifæra mikið í heimabankanum?
Innan dags er hægt að millifæra allt að 10.000.000 kr. Ef þú þarft að millifæra hærri upphæð hafðu samband við Sparisjóðinn því hægt er að hækka upphæðina tímabundið eða varanlega.
Millifærslur sem eru hærri en 10.000.000 kr. fara í gegnum stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands sem er lokað eftir klukkan 16:00 á daginn og opnar aftur klukkan 09:00 næsta virka dag.
Ég millifærði í heimabanka eftir kl. 21 en ég sé ekki færsluna
Eftir klukkan 21:00 birtist millifærslan hvorki né bókast ekki fyrr en daginn eftir.
Hvað eru rafræn skilríki?
Rafræn skilríki eru að verða grundvöllur öruggra rafrænna samskipta við hið opinbera, fjármálastofnanir og fyrirtæki. Til að eiga rafræn samskipti við þessa aðila þarftu að hafa slík skilríki til að auðkenna þig á öruggan hátt og einnig til að geta framkvæmt rafrænar undirritanir. Rafrænar undirritanir með fullgildum rafrænum skilríkjum eru að lögum jafngildar undirritun með penna. Þess vegna skaltu passa vel upp á rafrænu skilríkin þín og það pin-númer sem þú valdir þér.
Til að virkja rafræn skilríki þarftu að koma á skráningarstöð með símann þinn og gild skilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini, sjá nánar hér). Ef þú hefur skipt um sim-kort eða símanúmer þá þarft þú að virkja rafrænu skilríkin á nýja sim-kortið með því að koma á skráningarstöð með símann og gild skilríki.
Ef þú týnir símanum þínum eða heldur að einhver hafi komist yfir rafrænu skilríkin þín þá skaltu hafa samband við Auðkenni (útgefanda rafrænna skilríkja) eða sparisjóðinn og láta loka skilríkjunum. Þú getur einnig haft samband við símfélagið þitt og óskað eftir lokun á sim-kortinu. Þá afturkallast rafrænu skilríkin sjálfkrafa og verða ónothæf.
Hvað með rafræn skilríki fyrir ólögráða einstaklinga?
Ólögráða einstaklingar geta fengið rafræn skilríki. Viðkomandi þarf að framvísa löggildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini). Samþykki forráðamanns þarf einnig að vera til staðar. Forráðamaður getur annaðhvort komið í útibú með ófjárráða einstaklingi og þarf þá einnig að framvísa löggildum persónuskilríkjum og skrifa undir viðeigandi áskriftasamning. Hinsvegar getur forráðamaður einnig veitt samþykki með því að skrifa rafrænt undir samþykki á vef Auðkennis og sá sem sækir um getur þá komið í útibú innan 30 daga.