Tilnefningarnefnd

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga skipar sérstaka tveggja manna tilnefningarnefnd sem tilnefnir einstaklinga fyrir hönd stofnfjáraðila sem rétt hafa til setu fyrir hönd þeirra í stjórn eða nefndum sjóðsins.  

Í tilnefningarnefnd eru:

  • Ari Teitsson, ariteits@simnet.is
  • Hjördís Stefánsdóttir, hjordisstef@gmail.com.

Tilnenfingarnefnd leitar eftir einstaklingum að eigin frumkvæði en einnig geta aðilar, sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stjórnarsetu, gefið kost á sér. Nöfn þeirra einstaklinga sem nefndin leitar til eða sent hafa inn upplýsingar um sig verða vistuð hjá tilnefningarnefndinni. Einstaklingur sem gefið hefur kost á sér til setu í stjórn fjármálafyrirtækis fyrir hönd stofnfjáraðila getur hvenær sem er farið þess á leit við tilnefningarnefndina að upplýsingum um hann hjá nefndinni verði eytt.

Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal tilnefningarnefndin við mat sitt á hæfni einstaklinga meðal annars taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja.

Tilnefningarnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórnar sparisjóðsins sem og hæfni stjórnarmanna. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði en um leið reynt að tryggja að stjórnin verði ekki of einsleit.

Einstaklingur sem tilnefningarnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í sparisjóðsins skal uppfylla hæfisskilyrði ákvæðis 52. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þá skal tilnefningarefnd hafa til hliðsjónar sjónarmið sem koma fram í ákvæði 54. gr. og 29. gr. a. sömu laga. Skulu einstaklingar tilnefndir af tilnefningarnefnd einnig uppfylla hæfisskilyrði sem tilgreind eru í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Einnig verða einstaklingar sem tilnefningarnefndin tilnefnir að uppfylla skilyrði um óhæði eins og það er skilgreint í 2. gr. starfsreglna þessara.

Nánar er fjallað um tilnefningarnefnd og störf hennar í neðangreindum starfsreglum.

Starfsreglur valnefndar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?