Í ljósi aðstæðna verða afgreiðslustöðvar okkar á Laugum og í Mývatnssveit lokaðar tímabundið frá og með 24. mars, en útibú okkar á Húsavík verður opið frá 13:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en til 15:00 á föstudögum.
Þjónustan verður að öðru leyti óskert og verður öllum tölvupóstum og símtölum svarað 09:00 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga en til 15:30 á föstudögum. Við biðjumst verlvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér og bendum á þær rafrænu lausnir sem í boði eru á www.heimabanki.is. Starfsmenn eru ávallt til þjónustu reiðubúnir.
Við þökkum umbuðarlyndið og bendum viðskiptavinum á að hafa endilega samband í gegnum spthin@spthin.is eða í síma 464-6200.