Fréttir

Stuðningslán

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð minni fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum. Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð fyrirtækjum sem höfðu tekjur á bilinu 9 til 1.200 milljónir króna árið 2019. Tekjur á árinu 2020 þurfa að vera a.m.k. 40% lægri en á sama 60 daga tímabili 2019 og launakostnaður þarf að hafa numið a.m.k. 10% af rekstrargjöldum ársins 2019. Lánin geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á árinu 2019. Hægt verður að sækja um stuðningslán til loka árs 2020 en þau eru háð ýmsum skilyrðum.
Lesa meira

Aðalfundi frestað

Lesa meira

Hámark á snertilausum greiðslum hækkar

Ákveðið hefur verið að hækka hámark á Íslandi á snertilausum greiðslum með debetkortum og kreditkortum úr 5.000 krónum í 7.500 krónur. Einnig hefur uppsöfnuð hámarksgreiðsla verði hækkuð úr 10.500 krónum í 15.000 krónur.
Lesa meira

Þjónustusími bankanna

Þjónustusími bankanna er tölvuvæddur símsvari þar sem hægt er að sinna margskonar bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Í þjónustusímanum er hægt er að fá upplýsingar um stöðu á reikningi og síðustu færslur, fá upplýsingar um yfirdráttarheimild og gildistíma hennar ásamt því að hægt er að millifæra á milli eigin reikninga.
Lesa meira

Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði vegna Covid-19

Ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að heimila tímabundið úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í byrjun apríl. Frumvarp til laga um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum og undirbúningur þegar í gangi hjá Lífsvali og sparisjóðunum. Ekki liggur endanlega fyrir hver útfærslan verður en við munum setja inn nýjar upplýsingar á heimasíðuna þegar það liggur fyrir.
Lesa meira

Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Lesa meira

Úrræði fyrir viðskiptavini á óvissutímum

Lesa meira

Breyttur opnunartími

Við hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga bregðumst við samkomubanni sem og leiðbeiningum almannavarna með því að gera það sem í okkar valdi stendur til að minnka smitleiðir og auka öryggi viðskiptavina og starfsmanna.
Lesa meira

Breyttur opnunartími á nýju ári (2020)

Sparisjóður Suður-Þingeyinga styttir vinnuviku starfsfólks með því að stytta opnunartíma á föstudögum.
Lesa meira

Upplýsingar til viðskiptavina um erlenda greiðslumiðlun / Foreign transfers

Sparisjóðirnir munu því miður ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni og er viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samstarfsaðili sparisjóðanna getur ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans.
Lesa meira