Eyjólfur Vilberg Gunnarsson sparisjóðsstjóri hefur hafið störf hjá Sparisjóðs Suður-Þingeyinga.
Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi á skip upp að 45 metrum, vélavarðarréttindi upp að 750 kw og knattspyrnuþjálfararéttindi.
Eyjólfur starfaði í rúm 10 ár fyrir Arion banka og að hluta samhliða meistaranámi við greiningardeild Glitnis og til fjögurra ára hjá Lýsingu sem fjármálaráðgjafi fyrirtækja. Hann er ekki ókunnur Norðurlandi en Eyjólfur starfaði sem fjármálastjóri hjá Fjallalambi á Kópaskeri á árunum 2002 til 2004 í kjölfar útskriftar úr viðskiptafræði og lærði til stýrimanns á Dalvík árið 1994.
Eyjólfur er fæddur og uppalinn í Grindavík og starfaði við störf tengd sjávarútvegi fram að háskólanámi, aðallega til sjós. Undanfarið ár hefur Eyjólfur starfað við eigið fyrirtæki við ráðgjöf til fyrirtækja og sem aðstoðarmaður fasteignasala hjá Gimli.