Skýrsla um störf tilnefningarnefndar Sparisjóðs Suður Þingeyinga árið 2025

Tilnefningarnefnd sem upphaflega var kjörin á aðalfundi Sparisjóðs Suður Þingeyinga 2022 skipa Hjördís Stefánsdóttir og Ari Teitsson.

Tilnefningarnefnd hóf störf ársins í upphafi árs. Nefndin ræddi við alla núverandi stjórnarmenn og hélt nokkra misformlega fundi.

Ekki var formlega auglýst eftir framboðum til stjórnarkjörs. Tilnefningarnefnd ákvað þess í stað að nýta heimild til að leita eftir framboðum einstaklinga að eigin frumkvæði. Nefndin tók jafnframt við framboðum til stjórnarsetu.

Samkvæmt erindisbréfi skal tilnefningarnefnd meta hæfi frambjóðenda og mögulega samsetningu stjórnar. Tilnefningarefnd telur eftirtalda fimm frambjóðendur uppfylla hæfisskilyrði til stjórnarsetu í sparisjóðnum og með kjöri þeirra sé samsetning stjórnar ákjósanleg. Tilnefningarnefnd leggur því til að eftirtaldir frambjóðendur verði kjörnir til setu í aðalstjórn sparisjóðsins.

 

Bergþór Bjarnason Húsavík, fjármálastjóri. Er fyrsti varamaður frá 2024.

Dagbjört Jónsdóttir Laugum, svæðissérfræðingur. Vann um árabil hjá sparisjóðnum, var m.a. afgreiðslustjóri sparisjóðsins á Húsavík. Sat í stjórn sparisjóðsins 2013 – 2015.

Eiríkur Hauksson Svalbarðsströnd, framkvæmdastjóri, hefur setið í aðalstjórn frá 2022.

Margrét Hólm Valsdóttir Laugum, sviðsstjóri. Var sparisjóðsstjóri Sp. S.-Þing. 1998 til 2005. Í stjórn sparisjóðsins 2008 til 2013 og 2016 til 2017. Stjórnarformaður frá 2024.

Sigríður Jóhannesdóttir Þistilfirði, framkvæmdastjóri , sat í aðalstjórn frá 2022 til 2023 og frá 2024.

 

Einnig gefur kost á sér til stjórnarsetu í Sparisjóði Suður Þingeyinga:

Bjarni Eyjólfsson Gilsbakka, 641 Húsavík. Sjálfstætt starfandi atvinnurekandi.

Tilnefningarnefnd dregur í efa að hann uppfylli hæfisskilyrði.

 

Fyrir liggja eftirtalin framboð til setu í varastjórn sparisjóðsins:

Elísabet Gunnarsdóttir Tjörnesi, skrifstofustjóri, hefur setið í varastjórn frá 2019 með árs hléi og í aðalstjórn frá 2023.

Pétur Bergmann Árnason Húsavík, framkvæmdastjóri, hefur setið í varastjórn frá 2023

 

Þá hefur Tilnefningarnefnd gert tillögu til aðalfundar um starfskjör stjórnar.

 

Að loknum símafundi 23. apríl 2025

Ari Teitsson

Hjördís Stefánsdóttir