Sparisjóður Suður-Þingeyinga leitar eftir áhugasömu fólki í stjórn

Tilnefningarnefnd Sparisjóðs Suður-Þingeyinga leitar eftir einstaklingum sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til setu í stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á aðalfundi sjóðsins sem haldinn verður í apríl eða maí 2023.

Tilnefningarnefnd sem kjörin var á síðasta aðalfundi Sparisjóðsins auglýsir hér með eftir mögulegum stjórnarmönnum en  mun einnig leita fyrir sér að eigin frumkvæði. Frambjóðendur til stjórnarkjörs skulu hafa yfir að ráða reynslu og þekkingu og/eða hafa lokið námi sem nýtist í stjórnarstarfinu. Stjórnarmenn í Sparisjóðnum líkt og öðrum fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum geta búist við því að gangast undir hæfismat hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Áhugasamir skulu gefa sig fram við tilnefningarnefnd Sparisjóðsins fram til 15. apríl nk.  Nefndarfólk í tilnefningarnefndinni veitir jafnframt nánari upplýsingar:

Hjördís Stefánsdóttir hjordisstef@gmail.com, gsm. 864 3135

Ari Teitsson ariteits@simnet.is, s.  464 3159, gsm 864 8500