Skýrsla um störf Tilnefningarnefndar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. 2024

Tilnefningarnefnd sem upphaflega var kjörin á aðalfundi Sparisjóðs Suður Þingeyinga 2022 skipa Hjördís Stefánsdóttir og Ari Teitsson.

Tilnefningarnefnd hóf störf ársins í upphafi árs. Ekki var formlega auglýst eftir framboðum til stjórnarkjörs. Tilnefningarnefnd ákvað þess í stað að nýta heimild til að leita eftir framboðum einstaklinga að eigin frumkvæði. Nefndin tók jafnframt við framboðum til stjórnarsetu.

 

Eftirtaldir aðilar bjóða sig fram til setu í aðalstjórn sparisjóðsins:

 

Andri Björgvin Arnþórsson, Selfossi, lögmaður, hefur setið í aðalstjórn frá 2023.

Bergþór Bjarnason, Húsavík, fjármálastjóri.

Eiríkur Hauksson, Svalbarðsströnd, framkvæmdastjóri, hefur setið í aðalstjórn frá 2022.

Elísabet Gunnarsdóttir, Tjörnesi, skrifstofustjóri, hefur setið í varastjórn frá 2019 með árs hléi og í aðalstjórn frá 2023.

Margrét Hólm Valsdóttir, Laugum, sviðsstjóri. Var sparisjóðsstjóri Sp. S.-Þing. 1998 til 2005. Í stjórn sparisjóðsins 2008 til 2013 og 2016 til 2017.

Pétur Snæbjörnsson, Mývatnssveit, ráðgjafi, hefur setið í varastjórn frá 2021 og aðalstjórn frá 2022.

Sigríður Jóhannesdóttir, Þistilfirði, framkvæmdastjóri, sat í aðalstjórn frá 2022 til 2023.

 

Um framboð til setu í varastjórn sparisjóðsins:

 

Í sæti fyrsta varamanns:

Endanleg niðurstaða um framboð til fyrsta varamanns ræðst ekki fyrr en að loknu kjöri í aðalstjórn á aðalfundi.

Í sæti annars varamanns:

Pétur Bergmann Árnason, Húsavík, framkvæmdastjóri, hefur setið í varastjórn frá 2023

 

Valnefnd metur alla ofantalda frambjóðendur hæfa til setu í stjórn sparisjóðsins og að með kjöri úr þeim hópi megi tryggja fullnægjandi yfirsýn, þekkingu og reynslu næstu stjórnar.

 

Þá hefur Tilnefningarnefnd gert tillögu til aðalfundar um starfskjör stjórnar.

 

Að loknum símafundi 3. maí 2023

Hjördís Stefánsdóttir

Ari Teitsson