Rafræn undirritun - Áreiðanleikakönnun einstaklingar

Nú stendur yfir loka átak við að safna áreiðanleikakönnunum einstaklinga sem eru í viðskiptum við Sparisjóð Suður-Þingeyinga.  Viðskiptavinir geta því átt von á pósti þess efnis frá póstfanginu jons@spthin.is sem er svona:

 

Nafn viðskiptavinar

kt. XXXXXX-XXXX,

póstfang viðskiptavinar

 

Rafræn undirritun - Áreiðanleikakönnun einstaklingar

Spurningalisti þessi er sendur af Sparisjóðnum á grundvelli laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og er ætlað að kanna áreiðanleika upplýsinga um viðskiptavini.

Þegar þú hefur lokið við að svara öllum spurningum skrifar þú undir með rafrænum skilríkjum.

Áreiðanleikakönnun: https://app.taktikal.is/f/e8fb211020c2?iframe=true

Verði ekki brugðist við innan 10 daga er Sparisjóðnum nauðugur sá kostur að setja tímabundna lokun á reikninga þeirra viðskiptavina sem ekki verða við ofangreindri beiðni.

Ef þú telur þig ekki hafa átt að fá þennan póst eða treystir ekki innihaldi hans er þér velkomið að hafa samband við sjóðinn í síma 464-6200.

 

Svörun á ekki að taka langan tíma en nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til þess að geta undirritað.  Viðskiptavinir sem ekki eru með rafræn skilríki eða eiga í erfiðleikum með að nýta sér þau er bent á að hafa samband við sjóðinn í ofangreint símanúmer eða á póstfangið spthin@spthin.is.