Laus störf hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga ses.

Nú vantar okkur liðsauka á starfsstöð okkar að Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit.  Um tvær 100% stöður er að ræða.  Annars vegar starf þjónustustjóra en hins vegar þjónusturáðgjafa.  Einnig vantar okkur sumarafleysingu í Mývatnssveit.

Viltu starfa í skapandi en jafnframt krefjandi umhverfi með samfélagsleg gildi að sjónarmiði?

Þjónusturáðgjafi

Sparisjóður Suður-Þingeyinga leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi í starf þjónusturáðgjafa.

Helstu verkefnin eru samskipti við viðskiptavini ásamt greiningu og faglegri ráðgjöf um helstu þjónustu sparisjóðsins. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi.

Hjá sparisjóðnum starfar skemmtilegt og skapandi starfsfólk sem reiðubúið er að leita lausna fyrir viðskiptavini hans. Viltu starfa í skapandi en jafnframt krefjandi umhverfi með samfélagsleg gildi að sjónarmiði?

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Greina þarfir viðskiptavina
• Sinna þjónustu við viðskiptavini
• Vinna lánsumsóknir
• Veita viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf um helstu þjónustuþætti
 

Hæfniskröfur:

• Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun er kostur
• Haldbær reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Góð þjónustulund
• Almennt góð tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta

Upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, sparisjóðsstjóri, sími 856 6524, netfang: eyjolfurg@spthin.is

Þjónustustjóri

 

Sparisjóður Suður-Þingeyinga leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf þjónustustjóra, með þekkingu á starfsumhverfinu og menntun sem nýtist í starfi. Verkefnin eru margþætt, áhugaverð og spennandi. Hjá sparisjóðnum starfar skemmtilegt og skapandi starfsfólk sem reiðubúið er að leita lausna fyrir viðskiptavini hans. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Ábyrgð á þjónustu- og sölustjórnun
• Stuðningur við teymi þjónusturáðgjafa og gjaldkera
• Veita viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf
• Leggja mat á lánsumsóknir
• Koma að skipulagi að markaðsmálum
• Stuðningur við innheimtu
• Umsjón með vinnu tengdri skjalavinnslu

 Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, viðskiptalögfræði eða lögfræði
• Haldbær reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Góð þjónustulund, samskipta og skipulagshæfni
• Almennt góð tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta

 

Upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, sparisjóðsstjóri, sími 856 6524, netfang: eyjolfurg@spthin.is

Starfsstöð er að Laugum í Reykjadal, Þingeyjarsveit, umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2022.