Stjórn Sparisjóðsins hefur samþykkt breytingu á reglum um viðskipti með stofnfé í samræmi við umræður á aðalfundi 2022, þannig að viðskipti með stofnfé eru hér eftir óheimil frá því að ársreikningur er birtur á heimasíðu sparisjóðsins þar til aðalfundi er lokið. Ástæða breytinganna er að á síðasta aðalfundi voru viðskipti með stofnfé allt fram á aðalfundardag með tilheyrandi breytingum á atkvæðavægi stofnfjáreigenda. Þetta gerði starfsfólki aðalfundarins erfitt fyrir í utanumhaldi með atkvæðagreiðslum og tafði fundinn talsvert.
Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses verður haldinn 28. apríl kl 17.00 í Skjólbrekku. Ársreikningur verður birtur á heimasíðu sparisjóðsins, www.spthin.is 14. apríl kl 16.00 og verða viðskipti með stofnfé óheimil eftir þann tíma og fram yfir aðalfund.
Vakin er athygli á að sparisjóðurinn á óselt stofnfé og er áhugasömum kaupendum bent á að hafa samband við sparisjóðinn á spthin@spthin.is eða í síma 464 6200