Í lánareiknivél sparisjóðsins getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir og kostnað ólíkra tegunda íbúðalána. Auðvelt er t.d. að bera saman ólíka lánakosti, meðal annars ólíka blöndun verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
Sparisjóðurinn býður upp á skuldabréfalán sem eru lán gegn skuldayfirlýsingu og eru þau ýmist verðtryggð eða óverðtryggð. Einnig býður sparisjóðurinn upp á yfirdráttarlán á veltureikninga. Algengt er að lánað sé gegn tryggingu í fasteign eða öðrum veðum, en einnig gegn sjálfskuldarábyrgð.
Vextir og gjöld eru samkvæmt verðskrá sparisjóðsins.