Kreditkort

Fyrirtækjum í viðskiptum hjá Sparisjóðnum bjóðast neðangreind kreditkort í samstarfi við Visa. Kortin hafa mismunandi eiginleika með tilliti til árgjalda, fríðinda og ferðatrygginga allt eftir þörfum fyrirtækisins. 

Viðskiptakort – fyrir stjórnendur og þá sem ferðast fyrir fyrirtækið

Úttektartímabil kreditkorta sparisjóðsins er frá 22. degi hvers mánaðar til 21. dags næsta mánaðar.

Gullviðskiptakort

  • Engin færslugjöld
  • Árgjald 21.450 kr.
  • Veitir góðar og víðtækar ferðatryggingar ásamt bílaleigutryggingu og neyðarþjónustu erlendis
  • Korthafi safnar fimm Vildarpunktum Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. af innlendri veltu
  • Árlegt tengigjald við Icelandair Saga Club er 1.500 kr. og á móti færast 2.500 Vildarpunktar á reikning korthafa hjá Icelandair
  • Úttektarheimildir reiðufjár innanlands eru 150.000 kr. á sólarhring og 150.000 kr. erlendis

Innkaupakort – fyrir rekstrarkostnað fyrirtækis

Innkaupakort hentar fyrirtækjum sérlega vel sem vilja aukið hagræði í rekstri og bætta yfirsýn með Innkaupavef Visa.

Innkaupakort

  • Engin færslugjöld
  • Tímabilið er almanaksmánuðurinn
  • Greiðslufrestur er til 15. hvers mánaðar
  • Árgjald 1.650 kr.
  • Kortið er án trygginga
  • Ekki er hægt að taka út reiðufé af innkaupakorti
  • Hægt að sækja um aðgang að Innkaupavef Visa
    • Þar er hægt að hafa yfirsýn yfir öll innkaup, merkja þau til bókhalds og færa rafrænt í fjárhagskerfi fyrirtækisins.

Kreditkort - Almennir viðskiptaskilmálar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?