PSD2
Hvað er PSD2?
Þann 1. nóvember 2021 tóku ný lög um greiðsluþjónustu, PSD2 (Paymens services directive 2), gildi. Þessi nýju lög opna aðgengi þriðju aðila, s.s. fjártækni fyrirtækja (sem hafa öll tilskilin leyfi) að bankaupplýsingum viðskiptavina. Markmiðið er að stuðla að aukinni samkeppni, ásamt því að efla nýsköpun og tækniframþróun í fjártæknilausnum með auknu aðgengi að upplýsingum. Þetta skilar sér í bættri þjónustu fyrir neytendur þar sem þeir hafa val um að veita þriðju aðilum aðgengi að upplýsingum um sín bankaviðskipti.