Námsmönnum sem eiga rétt á láni frá LÍN stendur til boða námsyfirdráttarlán gegn framvísun lánsáætlunar.
- Sparisjóðurinn lánar allt að 90% af lánsáætlun frá LÍN.
- Lánið er sett upp sem yfirdráttarheimild á námsmannareikning.
- Námsmenn fá hagstæð kjör á námsyfirdráttarlánum og greiða vexti af þeirri upphæð sem hefur verið nýtt.
- Settar eru upp mánaðarlegar greiðslur sem millifærast sjálfkrafa til ráðstöfunar fyrir námsmenn.
- Lánveiting frá LÍN í lok námsannar gengur beint til greiðslu námsyfirdráttarláns.
Námsmenn erlendis
Námsmenn sem eru erlendis í námi hafa greiðan aðgang að námslánum sínum, ýmist með debetkorti eða í heimabanka.