Hvar er hægt að borga með Google Pay?
Þú getur borgað með Google Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis, í öppum og á vefsíðum.
Leitaðu að merkinu sem táknar snertilausar greiðslur.
Snertilausar greiðslur í verslunum:
- Fyrir snertilausar greiðslur í verslunum er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
- Til að ganga frá greiðslu þarf að aflæsa tæki, staðsetja það nálægt posa og bíða eftir staðfestingu á að greiðsla hafi farið í gegn
Snertilausar greiðslur í öppum og á netinu:
- Fyrir snertilausar greiðslur í öppum og á netinu er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
- Viðkomandi velur að ganga frá kaupum með Google Pay
- Greiðsla er framkvæmd