Vaxabreyting 08.09.2023 í kjölfar stýrivaxtahækunar

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands breytast inn- og útlánavextir sparisjóðsins, föstudaginn 8. september 2023.

Breytilegir vextir þegar veittra neytendalána hækka 30 dögum eftir tilkynningu. Breytilegir vextir yfirdráttarlána og innlán taka breytingum samdægurs. Öll ný útlán bera nýju vextina.

 

Breytingarnar eru eftirfarandi:

 

Óverðtryggð íbúðalán

  • Íbúðalán I - breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 10,90%
  • Íbúðalán II - breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 11,90%

Verðtryggð íbúðalán

  • Íbúðalán I - breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 3,15%
  • Íbúðalán II - breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 4,25%

Kjörvextir – Skuldabréfalána

  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 12,10%
  • Almennir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 4,60%

Yfirdráttur og greiðsludreifing kreditkorta

  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga greiðslukorta hækka um 0,50 prósentustig

Bílalán

  • Kjörvextir bílalána hækka um 0,50 prósentustig.

Innlán

Breytilegir óverðtryggðir vextir veltureikninga hækka um allt að 0,20 prósentustig.

Breytilegir óverðtryggðir vextir innlánsreikninga hækka um allt að 0,50 prósentustig.

Breytilegir verðtryggðir vextir innlánsreikninga hækka um 0,50% nema vextir orlofsreikninga sem breytast ekki.

 

Vaxtabreytingar útlána taka mið af stýrivöxtum Seðlabankans og öðrum fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma, m.a. útlánaáhættu, innlánum viðskiptavina, markaðsfjármögnun og eiginfjárgerningum.

 

Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar.