Yfirdráttarlán

Yfirdráttarheimild er sveigjanlegt lánsform sem hentar vel til að mæta tímabundnum eða óvæntum sveiflum í útgjöldum.
Yfirdráttarheimild gildir í 12 mánuði í senn og er alltaf hægt að greiða hana niður, að fullu eða smá saman, allt eftir þörfum hvers og eins. Eins er hægt að óska eftir hækkun heimildar og er það metið hverju sinni.
Ekki er greitt neitt lántöku-, stimpil-, eða uppgreiðslugjald af yfirdráttarheimild.
Vextir eru greiddir samkvæmt vaxtatöflu í lok hvers mánaðar til samræmis við notkun heimildar hverju sinni.
Hámarksfjárhæð yfirdráttar er einstaklingsbundin og meðal annars metin út frá greiðslugetu.
Viðskiptavinir sem eru 18 ára og eldri geta sótt um yfirdráttarheimild
Umsóknir um yfirdráttarheimild er afgreidd með skömmum fyrirvara og á stuttum tíma.
Hafðu endilega samband við þjónustufulltrúa sem fer yfir málin með þér. Þú getur líka sótt um hér.
Sækja um