Í samráði við þjónustufulltrúa sparisjóðsins finnur þú heppilegan sparnaðarreikning og getur gert samning um að láta skuldfæra ákveðna fjárhæð reglulega af launareikningi þínum eða öðrum reikningum. Með því að nýta þér skipulagðan sparnað stuðlar þú að góðu skipulagi á fjármálum þínum og getur aukið sparifé þitt án teljandi fyrirhafnar. Þjónustufulltrúar sparisjóðsins ráðleggja þér hvernig heppilegast er að ávaxta spariféð að teknu tilliti til binditíma og skattlagningar - einfalt og þægilegt.
Sparnaðarreikningar sparisjóðsins eru ólikir að gerð og hafa mismunandi eiginleika. Þeir geta verið ávallt lausir eða bundnir til lengri eða skemmri tíma og einnig getur vaxtastig þeirra verið breytilegt eftir innistæðu.
Upplýsingar um vexti má finna í vaxtatöflu sparisjóðanna.
Bakhjarl er bundinn, verðtryggður reikningur sem hentar vel fyrir þá sem vilja njóta ávöxtunar og binda upphæð sína í ákveðinn tíma. Hver innborgun á bakhjarli getur verið bundin til 36, 48 eða 60 mánaða og er laus í einn mánuð að þeim tíma loknum og síðan aftur bundin en uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara. Með bakhjarli tryggir þú þér ávöxtun og með verðtryggingu er sparnaðurinn tryggður gegn verðbólgu og þannig býður reikningurinn upp á stöðugleika í ávöxtun langtímasparnaðar.
Bakhjarl 90 daga er sambærilegur öðrum bakhjarls reikningum en er bundin en má segja upp með 90 daga fyrirvara hvenær sem er og losnar þá í mánuð eftir að uppsagnafresti líkur.
Bakhjarl með reglulegum sparnaði
Bakhjarl með reglulegum sparnaði er bundinn, verðtryggður reikningur sem hentar vel fyrir þá sem vilja njóta ávöxtunar og hentar sérlega vel fyrir skipulagðan sparnað. Upphæðin er bundin til 36, 48 eða 60 mánaða og er öll upphæðin laus í 1 mánuð að þeim tíma loknum. Að innlausnartímabili loknu binst innstæðan á ný og verður frá því uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara. Með reglulegum sparnaði tryggir þú þér ávöxtun og með verðtryggingu er sparnaðurinn tryggður gegn verðbólgu og þannig býður reikningurinn upp á stöðugleika í ávöxtun langtímasparnaðar. Bakhjarl með reglulegum sparnaði ber sömu vexti og Bakhjarl út frá binditíma.
Framtíðarreikningur
Framtíðarreikningur er góður kostur fyrir mömmur, pabba, afa, ömmur og alla þá sem vilja leggja góðan grunn að framtíð barns. Kannski verður sjóðurinn lykillinn að fyrstu íbúðinni, bílnum, draumaferðinni eða skólagjöldunum.
Reikningurinn ber hæstu vexti verðtryggðra innlánsreikninga Sparisjóðsins hverju sinni og er því tilvalinn kostur fyrir sparnað til framtíðar. Hægt er að stofna reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur barnsins.
Þegar stofnaður er framtíðarreikningur fá börn Króna eða Krónu sparibauk.
Gjaldeyrisreikningur
Sparisjóðurinn býður upp á gjaldeyrisreikninga í öllum helstu gjaldmiðlum. Engin þóknun er á gjaldeyrisreikningum.
Gullárareikningur
Gullárareikningur er hávaxtareikningur fyrir 60 ára og eldri og er tilvalinn fyrir þá sem vilja háa og örugga ávöxtun. Vextir gullárareiknings reiknast fjórum sinnum á ári. Reikningurinn hefur engan binditíma og ekki er gerð krafa um lágmarksinnistæðu.
Tromp
Tromp reikningur er laus óverðtryggður reikningur. Vextir leggjast við einu sinni á ári í desemberlok.
Vaxtaviðbót
Vaxtaviðbót Sparisjóðsins er óverðtryggður innlánsreikningur fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja auðvelda og örugga ávöxtun. Sérstaða vaxtaviðbótar felst í háum vöxtum, engum binditíma höfuðstóls og möguleika á vaxtavöxtum.