Sparisjóðurinn býður viðskiptavinum sínum upp á bæði innlendar og erlendar ábyrgðir. Innlendar ábyrgðir, eru t.d. verkábyrgðir, húsaleiguábyrgðir og fiskmarkaðsábyrgðir. Erlendar ábyrgðir eru oftast notaðar vegna inn- og útflutnings vöru eða þjónustu. Viðskipti, bæði innanlands og utan, fara oft fram með ábyrgð banka. Með því er átt við að sparisjóðurinn ábyrgist að greiða skuld ef viðskiptamaður greiðir hana ekki.
Hafðu endilega samband við þinn sparisjóð til að fara yfir málin.