Réttarúrræði

Úrskurðar- og réttarúrræði

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Viðskiptavinur getur skotið ágreiningi sínum við sparisjóðinn til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem er í umsjá Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Erindi skulu send á:

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Guðrúnartún 1
105 Reykjavík
Sími: 578 6500
Tölvupóstur: fjarmal@nefndir.is

Til að senda inn kvörtun til nefndarinnar þarf viðskiptavinur að fylla út sérstakt málskotseyðublað sem finna má á nefndir.is/fjarmala. Nánari upplýsingar um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er einnig hægt að finna þar.

Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja. Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.

Dómstólar og lögmannsaðstoð

Viðskiptavinur Sparisjóðsins getur leitað réttar síns fyrir almennum dómstólum.
Bent er á að Lögmannafélag Íslands býður almenningi ókeypis lögfræðiráðgjöf. Sjá nánar á vef Lögmannafélags Íslands, www.lmfi.is.

Neytendastofa

Neytendastofa annast framkvæmd á lögum á sviði neytendaverndar. Á heimasíðu Neytendastofu er að finna upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar. Sjá nánar á vef Neytendastofu, www.neytendastofa.is.

Persónuvernd

Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar. Á vef Persónuverndar má finna upplýsingar um með hvaða hætti er hægt að leggja fram kvörtun. Sjá nánar á vef Persónuverndar, www.personuvernd.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?