Tölvupóstur vegna Áreiðanleikakannana

Nú stendur yfir átak við að safna áreiðanleikakönnunum einstaklinga í viðskiptum við Sparisjóð Austurlands. Viðskiptavinir geta því átt von á pósti þess efnis frá póstfanginu sparaust@sparaust.is sem er svona:

 

Efni: Áreiðanleikakönnun

 

Góðan dag kæri viðskiptavinur Sparisjóðs Austurlands

Við þurfum að biðja þig að fylla út áreiðanleikakönnun. Það má gera rafrænt á heimasíðu okkar sparaust.is. (Bein slóð á eyðublaðið: https://app.taktikal.is/f/6f28012b4aa5?iframe=true )

Ástæðan er sú að sparisjóðnum ber samkvæmt lögum 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum. Það felur í sér að viðskiptavinir þurfa að framvísa skilríkjum og veita upplýsingar um sig sjálfa, eðli og tilgang viðskipta.

Þegar þú hefur lokið við að svara öllum spurningum skrifar þú undir með rafrænum skilríkjum.

Ef þú telur þig ekki hafa átt að fá þennan póst eða treystir ekki innihaldi hans er þér velkomið að hafa samband við sparisjóðinn í síma 470 1100.

Svörun á ekki að taka langan tíma en nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki. Viðskiptavinum sem ekki eru með rafræn skilríki eða eiga í erfiðleikum með að nýta sér þau er bent á að hafa samband við sjóðinn í ofangreint símanúmer eða á netfangið sparaust@sparaust.is

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Sparisjóðs Austurlands