Sparisjóður Austurlands hf. óskar eftir að ráða sparisjóðsstjóra.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka samskipta- og forystuhæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Sparisjóður Austurlands er gamalgróið fjármálafyrirtæki sem hefur starfað síðan árið 1920. Lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum víðtæka og persónulega þjónustu.
Sparisjóðurinn lætur samfélagslega ábyrgð sig varða og veitir styrki til hinna ýmsu málefna ár hvert.
Sparisjóðurinn er staðsettur í Neskaupstað og þar starfa í dag sex starfsmenn. Sparisjóður Austurlands er hluti af samstarfi fjögurra sparisjóða á Íslandi í gegnum Samband íslenskra sparisjóða. Saman mynda þeir mikilvæga heild á íslenskum fjármálamarkaði með þjónustu á landsbyggðinni.
Neskaupstaður er fjölmennasti byggðarkjarninn í Fjarðabyggð þar sem búa um 1.550 manns. Fjörðurinn og fjöllin sem umlykja hann bjóða upp á óteljandi möguleika til útivistar og afþreyingar. Atvinnulíf bæjarins stendur styrkum fótum og þjónustustig gott. Þar starfar eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Í Neskaupstað er staðsett Umdæmissjúkrahús Austurlands og Verkmenntaskóli Austurlands sem er miðstöð iðn- og tæknimenntunar í fjórðungnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á www.sparaust.is
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. (Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2024 nk. Sótt er um starfið á www.hagvangur.is) Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.