Síðastliðið sumar var tekinn í gagnið nýr heimabanki Sparisjóðanna. Gamli heimabankinn hefur verið opinn fyrir notendur en næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, verður lokað á þann aðgang einstaklinga.
Hver og einn sparisjóður er með sinn eigin heimabanka og er hægt að velja sinn sparisjóð undir heimabanki á heimasíðu sparisjóðanna eða á heimasíðu ákveðins sparisjóðs. Einnig er hægt að fara á www.spar.is eða beint á heimasíðu sparisjóðs og velja heimabanki þar.
Innskráning í nýja heimabankann er með sama hætti og áður. Val er um að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í síma eða nota notendanafn og lykilorð og fá auðkennisnúmer sent í SMS. Ef seinni innskráningarmöguleikinn er nýttur og viðkomandi er að skrá sig í fyrsta skipti þá þarf að hafa samband við okkur í Sparisjóðnum til að fá úthlutað nýju lykilorði. Ekki er lengur hægt að nota auðkennislykla.
Ef viðskiptavinir hafa verið með framvirkar greiðslur skráðar í gamla heimabankanum þá flytjast þær ekki sjálfkrafa á milli heimabanka. Því þarf viðskiptavinurinn að stofna þær á ný í nýja heimabankanum.
Fyrirtæki og notendur sem nota fyrirtækjavirkni, greiðslubunka, kröfubunka og sambankaskema verða fluttir yfir í nýja heimabankann á næstu dögum. Nánari upplýsingar hjá sparisjóðnum.
Sjá nánari upplýsingar hér á heimasíðu sparisjóðanna. – www.spar.is
Starfsfólk sparisjóðanna.