Þann 29. apríl verður eldri kreditkortum lokað hjá þeim sem hafa fengið sent nýtt kort vegna endurútgáfu korta. Ekki verður hægt að nýta eldri kortin lengur þrátt fyrir að gildistími þeirra sé ekki útrunninn. Nýju korti fylgir nýtt PIN númer sem hægt er að nálgast í heimabanka sparisjóðsins.
Innlendar boðgreiðslur eiga í flestum tilvikum að flytjast yfir á nýtt kort (kortanúmer) þegar það eldra lokast, en ef kortanúmer er skráð fyrir greiðslu/áskrift hjá erlendum söluaðila, þá þarf að uppfæra kortanúmer þar. Einnig þarf að tilkynna nýtt kortanúmer til útgáfuaðila lykla fyrir eldsneyti eða frá olíufélögunum.
Þetta er gert að kröfu Visa International og til að geta stutt betur við nýjar leiðir og lausnir í greiðslukerfum.