Sparnaðarreikningar
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval sparnaðarreikninga, óverðtryggða, verðtryggða, bundna og óbundna. Það ættu flestir að finna sparnað við sitt hæfi.
Viðskiptavinir geta sjálfir stofnað sparnaðarreikning í Sparisjóðs appinu og Heimabankanum.
Reglulegur sparnaður er góður kostur. Hægt að stofna sjálfvirkan sparnað með framvirkum greiðslum í Heimabanka Sparisjóðsins. Skiptir þá engu hvort þú ert að safna fyrir framkvæmdum, utanlandsferð eða einhverju öðru.