Vikar Mar Valsson
Fæðingarár: 1999
Vikar Mar er sjálflærður myndlistarmaður og sauðfjárbóndi við Hjalteyri.
Vikar Mar hefur teiknað og málað frá unga aldri en hefur undanfarin ár markvisst unnið á vinnustofu sinni í Verksmiðjunni á Hjalteyri með endurtekningu, línur og form en með þeim hefur hann búið til sitt eigið einkennandi listræna tungumál í málverkum sínum. Hann hefur fengist mest við akríl málverk, unnin með húsamálningu og úðabrúsa, en einnig fengist við aðra miðla eins og þrívíð verk og videó.
Myndin er frá 2023 og er akríll á hörstriga.