Umhverfisþættir
Sparisjóðurinn hefur skuldbundið sig til þess að draga úr neikvæðum áhrifum sem starfsemin hefur á umhverfið. Sparisjóðurinn mun leitast við að varðveita auðlindir, draga úr úrgangi
og endurvinna það sem hægt er.
Áherslur
- Mæla beina og óbeina kolefnislosun
- Draga úr úrgangsmyndun og bæta flokkun
- Draga úr orkunotkun
- Hvetja starfsfólk til að velja vistvænar samgöngur til og frá vinnu
- Taka mið af umhverfis- og samfélagslegum sjónarmiðum við val á birgjum og innkaupum