Menning og listir
Sparisjóðurinn styrkir fjölmörg verkefni á sviði lista og menningar í nærumhverfi sínu.
Dæmi um slíkt verkefni er dagatal Sparisjóðsins 2024, sem unnið var í samstarfi við 12 listamenn. Hver listamaður fékk einn mánuð í dagatalinu til að kynna sig og sína list. Auk þess gafst listafólkinu kostur á að nýta útibú sparisjóðanna fyrir listsýningar eða aðra listtengda viðburði.
Listaverkið hér til hliðar er eftir Hrafnkel Elvarsson.