Júlí

Ra Tack

Fæðingarár: 1988

Ra Tack er belgískur málari sem hefur verið búsett á Íslandi í tæpan áratug. Tack hefur sýnt málverk sín í London, Gent, Berlín, Marrakess, New York, Kaupmannahöfn, Reykjavík og Seyðisfirði. Verkin eru í eigu listsafnara, vina og fjölskyldu. Verk Ra sveiflast milli abstrakts og hlutgervingar þar sem hán vefur saman ímyndað landslag og náttúrufyrirbæri með litum sem áferð. Verk háns kallast á við það sem Jung kallar „sammanleg dulvitund” (þ. kollektives Bewusstsein) og blandar saman þekktum mótífum við eigin flökkusögur og sjónræn ljóð.


Verkið býður áhorfandanum inn í gróskumikinn, tímalausan heim sem er í senn kunnuglegur og draumkenndur. Þegar við stígum inn í ríkulegt og litríkt landslag mætum við melankólíu og hinu dulræna. Málverk sem er eirðarlaust og vill ekki vera kyrrt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?