Fríða Karlsdóttir
Fæðingarár: 1994
Fríða útskrifaðist af myndlistarbraut í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2020.
Hún býr og starfar á Akureyri þar sem hún er hluti af listhópnum Kaktusi, sem stendur fyrir margskonar menningarstarfsemi. Í verkum sínum vinnur Fríða með sögusagnir í gegnum blandaða miðla, vídeóverk, skúlptúra, textaverk og ýmiskonar handverk
Myndin er stilla úr útskriftarverkefni Fríðu, vídeóverkinu Something Brewing. Það er byggt á BS-ritgerð hennar um „eldri vitru konuna“ og nornir í þjóðsögum. Verkið er sett saman úr senum sem teiknaðar voru í þrívíddar tölvuforriti.