Rakel Hinriksdóttir
Fæðingarár: 1986
Rakel Hinriksdóttir er grafískur hönnuður að mennt, en hefur teiknað, málað, skrifað og skapað frá unga aldri. Tengingin við náttúruna er alltaf skammt undan í listsköpun Rakelar og hefur hún sérstakan áhuga á tilveru mannanna í náttúrunni.
Rakel er einnig skáld og hefur gefið út þrjár ljóðabækur hingað til. Aðstandandi (2020), Andleg algebra (2022) og Hringfari (2023). Myndverk af ólíku tagi prýða allar bækurnar, ljóðunum til stuðnings, en listakonan vinnur mikið með samspil texta og myndlistar.
Verkið ber heitið ‘Lifandi vatnið’ og er hluti af samnefndri seríu vatnslitamynda. Viðfangsefnið er lífið í vatnsdropa og speglun mannanna í vatninu.