25.03.2021
Nú er fyrirtækjahlutinn klár í nýja heimabanka sparisjóðanna. Fyrir mánuði síðan var lokið við að flytja alla einstaklinga yfir í nýja heimabankann. Í dag er að ljúka öllum nauðsynlegum aðgerðum til að flytja og opna fyrir fyrirtæki í nýja heimabanka sparisjóðanna.
Lesa meira
24.02.2021
Síðastliðið sumar var tekinn í gagnið nýr heimabanki Sparisjóðanna. Á meðan hann var í prófunum var gamli heimabankinn opinn fyrir notendur. Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, verður lokað á þann aðgang einstaklinga.
Lesa meira
02.12.2020
Sparisjóðirnir standa nú í útskiptingu kreditkorta fyrir þá viðskiptavini sína sem eru með kreditkort á númerasviði (BIN) sem þarf að skipta út. Nýja kortið er með nýju BIN kortanúmeri og nýjum gildistíma. Við biðjum viðskiptavini að athuga að nýju kortin eru með nýju kortanúmeri og því fylgir nýtt PIN númer sem hægt er að nálgast í heimabankanum undir Yfirlit - Kreditkort - Nánari upplýsingar - Sækja PIN.
Innlendar boðgreiðslur eiga í flestum tilvikum að flytjast yfir á nýtt kort (kortanúmer), þegar það eldra lokast, en ef kortanúmer er skráð fyrir greiðslu/áskrift hjá erlendum söluaðila, þá þarf að uppfæra kortanúmer þar. Einnig þarf að tilkynna nýtt kortanúmer til útgáfuaðila lykla fyrir eldsneyti eða frá olíufélögunum.
Lesa meira
07.04.2020
Ákveðið hefur verið að hækka hámark á Íslandi á snertilausum greiðslum með debetkortum og kreditkortum úr 5.000 krónum í 7.500 krónur. Einnig hefur uppsöfnuð hámarksgreiðsla verði hækkuð úr 10.500 krónum í 15.000 krónur.
Lesa meira
26.03.2020
Þjónustusími bankanna er tölvuvæddur símsvari þar sem hægt er að sinna margskonar bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Í þjónustusímanum er hægt er að fá upplýsingar um stöðu á reikningi og síðustu færslur, fá upplýsingar um yfirdráttarheimild og gildistíma hennar ásamt því að hægt er að millifæra á milli eigin reikninga.
Lesa meira
24.03.2020
Ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að heimila tímabundið úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í byrjun apríl. Frumvarp til laga um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum og undirbúningur þegar í gangi hjá Lífsvali og sparisjóðunum. Ekki liggur endanlega fyrir hver útfærslan verður en við munum setja inn nýjar upplýsingar á heimasíðuna þegar það liggur fyrir.
Lesa meira
28.11.2019
Sparisjóðirnir munu því miður ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni og er viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samstarfsaðili sparisjóðanna getur ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans.
Lesa meira
12.04.2019
Rekstrarstöðvun Gamanferða, Einnig er hægt að hafa samband við Ferðamálastofu.
Lesa meira
28.03.2019
Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi viljum við taka það fram að meginreglan er sú að þeir sem greitt hafa með Visa eða MasterCard greiðslukorti, debet- eða kreditkorti, eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta verður ekki innt af hendi.
Lesa meira