Hingað til hefur Lífsval sent viðskiptavinum sínum yfirlit tvisvar á ári í hefðbundnum bréfpósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur auk annarra upplýsinga.
Nú verður gerð sú breyting að yfirlitið verður eingöngu aðgengilegt rafrænt á sjóðfélagavef Lífsvals.
Birtingin á yfirlitinu er í samræmi við nýlegar breytingar á lögum sem heimila að senda yfirlit á rafrænan hátt í staðinn fyrir í bréfpósti.
Þeir sem vilja áfram fá yfirlit í bréfpósti geta gert það undir „Mínar upplýsingar“ á sjóðfélagavef eða haft samband við Sparisjóðinn. Taka þarf út hakið við „Afþakka pappír“.
Nú eru rafræn yfirlit fyrir Lífsval aðgengileg á sjóðfélagavefnum: