Fréttir

Breytt vaxtatímabil

Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi helgina 18.-20. febrúar mun tímabil vaxta taka breytingum á ákveðnum reikningum. Í dag er vaxtatímabilið frá 21. - 20. hvers mánaðar, en eftir innleiðinguna mun vaxtatímabilið miðast við mánaðarmót.
Lesa meira

Röskun á þjónustu helgina 18.-20. febrúar

Helgina 18.-20. febrúar 2022, munu sparisjóðirnir innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna. Nýja kerfið er frá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra og leysir 40 ára gömul kerfi af hólmi. Stefnt er að því að viðskiptavinir finni sem minnst fyrir innleiðingunni en þó er óhjákvæmilegt að röskun verði á þjónustu helgina 18. – 20. febrúar. Þá má búast við truflunum á virkni netbanka og hraðbanka.
Lesa meira

Viðskiptavinir sparisjóðanna geta nú borgað með Apple Pay

Nú er einfalt og öruggt að borga með Apple Pay hjá sparisjóðunum. Skráðu debit- eða kreditkortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að borga með Apple Pay!
Lesa meira

Endurútgáfa kreditkorta - Ert þú enn að nota gamla kortið?

Þann 29. apríl verður eldri kreditkortum lokað hjá þeim sem hafa fengið sent nýtt kort vegna endurútgáfu korta. Ekki verður hægt að nýta eldri kortin lengur þrátt fyrir að gildistími þeirra sé ekki útrunninn. Nýju korti fylgir nýtt PIN númer sem hægt er að nálgast í heimabanka sparisjóðsins.
Lesa meira

Nýr heimabanki sparisjóðanna

Nú er fyrirtækjahlutinn klár í nýja heimabanka sparisjóðanna. Fyrir mánuði síðan var lokið við að flytja alla einstaklinga yfir í nýja heimabankann. Í dag er að ljúka öllum nauðsynlegum aðgerðum til að flytja og opna fyrir fyrirtæki í nýja heimabanka sparisjóðanna.
Lesa meira

Nýr heimabanki, sá gamli lokar

Síðastliðið sumar var tekinn í gagnið nýr heimabanki Sparisjóðanna. Á meðan hann var í prófunum var gamli heimabankinn opinn fyrir notendur. Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, verður lokað á þann aðgang einstaklinga.
Lesa meira

Yfirlýsing vegna sáttar milli Sparisjóðs Strandamanna ses og Fjármálaeftirlits Seðlabankans

Sparisjóður Strandamanna hefur gert samkomulag um sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna ágalla á verklagi sjóðsins vegna laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Sparisjóður Strandamanna hefur brugðist við ábendingum FME og gert umbætur á umfangi og verklagi vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka.
Lesa meira

Endurútgáfa kreditkorta

Sparisjóðirnir standa nú í útskiptingu kreditkorta fyrir þá viðskiptavini sína sem eru með kreditkort á númerasviði (BIN) sem þarf að skipta út. Nýja kortið er með nýju BIN kortanúmeri og nýjum gildistíma. Við biðjum viðskiptavini að athuga að nýju kortin eru með nýju kortanúmeri og því fylgir nýtt PIN númer sem hægt er að nálgast í heimabankanum undir Yfirlit - Kreditkort - Nánari upplýsingar - Sækja PIN. Innlendar boðgreiðslur eiga í flestum tilvikum að flytjast yfir á nýtt kort (kortanúmer), þegar það eldra lokast, en ef kortanúmer er skráð fyrir greiðslu/áskrift hjá erlendum söluaðila, þá þarf að uppfæra kortanúmer þar. Einnig þarf að tilkynna nýtt kortanúmer til útgáfuaðila lykla fyrir eldsneyti eða frá olíufélögunum.
Lesa meira

Þorbjörn Jónsson nýr sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna

Sparisjóður Standamanna hefur ráðið Þorbjörn Jónsson sem sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna ses og tekur hann við starfinu 15. september næstkomandi. Þorbjörn er með B.A í stjórnmálafræði frá HÍ 2002, og M.Sc. gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá University of Aarhus 2008. Auk þess hefur hann lokið fjölda námskeiða á sviði viðskipta og útlánastarfssemi.
Lesa meira

Vegna umræðu um starfsemi smálánafyrirtækja.

Lesa meira