Hvernig tengi ég Debetkortið við Apple Pay eða Google Pay?
Það er einfalt að tengja Debetkortið þitt við Apple Pay og Google Pay, með því að smella á eftirfarnadi linka færðu nánari upplýsingar um hvernig það er gert.
Apple Pay
Google Pay
Hvar finn ég pin númerið mitt?
Pin númer kortsins er aðgengilegt í appinu og heimabanka.
Í appinu má er þetta undir "Meira" og "PIN-númer".
Í Heimabankanum er þetta undir "Yfirlit" í hægri stikunni og "PIN-númer".
Ef þú ert ekki með app eða heimabanka er hægt að hafa samband við þinn sparisjóð.
Get ég valið mitt eigið pin númer?
Nei því miður er ekki hægt að velja sér pin númer. Númerin eru ákveðin og reiknuð út af VISA.
Hvað gerist ef ég slæ of oft inn rangt pin númer?
Ef þú slærð inn rangt pin númer þrisvar eða oftar læsist kortið. Hægt er að aflæsa pin númerinu í hraðbanka. Þú getur einnig haft samband við starfsfólk sparisjóðsins sem aðstoðar þig við að aflæsa pin númerinu.
Hvað get ég tekið mikið út af Debetkortinu í hraðbanka?
Innlend hraðbankaheimild er 50.000 á sólarhring og erlendis er hún 50.000 kr. á sólarhring.
Hvernig virkar þriggja þátta auðkenning (3d Secure) þegar ég versla á netinu?
Til að auka öryggi korthafa í netviðskiptum hefur verið bætt við þriggja þátta auðkenning (3D-Secure) þar sem korthafi þarf að staðfesta greiðslu með rafrænum skilríkjum þegar verslað er á netinu. Debetkort sparisjóðsins er alþjóðlegt Visa kort sem fylgir nýjustu öryggisstöðlum.
Hvernig virkja ég Debetkortið?
Við fyrstu notkun þarftu að nota PIN númer til að ganga frá greiðslu og þá virkjast kortið sjálfkrafa.
Hvað geri ég ef kortinu er stolið eða það týnist?
Ef þú týnir kortinu þarftu að tilkynna það sem fyrst til sparisjóðsins eða til neyðarþjónustu Rapyd í síma 525-2000, utan opnunartíma sparisjóðsins.
Hvað geta snertilausar færslur verið háar?
Hámarksupphæð á snertilausri greiðslu er 8.000 kr. Samtals geta þær mest farið í 10.500 kr. og þá kallar kortið eftir að nota örgjörva og PIN. Því miður svara sumir posar með „Notið annað kort“ en það þýðir samt að nota eigi örgjörvann.
Færslur eru einnig taldar þannig að hægt er að gera fimm snertilausar færslur en í sjötta skiptið þarf að nota örgjörvann og PIN.
Eru snertilausar færslur öruggar?
Snertilausar færslur eru í notkun víðs vegar um heiminn og hafa gefið góða raun. Greiðslukort sparisjóðsins eru alþjóðleg VISA kort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Það er auðvelt að greiða snertilaust en öryggisráðstafanir lágmarka möguleika á misnotkun.
Við viljum benda korthöfum samt sem áður að gæta vel að greiðslukortum sínum og tilkynna til okkar ef kort glatast eða því er stolið. Sé greiðslukorti með snertilausri virkni stolið og þjófurinn nær að taka af því fé án þess að nota pin númerið ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu.
Einnig er mikilvægt að passa vel upp á pin númer sitt. Því miður eru dæmi um að þjófar fylgist með þegar pin númer er slegið inn og steli síðan kortinu. Slík tjón eru á ábyrgð korthafa.