Sparisjóður Strandamanna hefur gert samkomulag um sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna ágalla á verklagi sjóðsins vegna laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka.
Sparisjóður Strandamanna hefur brugðist við ábendingum FME og gert umbætur á umfangi og verklagi vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka.
Sparisjóður Strandamanna ses er sjálfseignastofnun sem starfar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og veitir þjónustu til viðskiptavina sinna frá starfsstöð sinni á Hólmavík. Starfssvæði sparisjóðsins er Strandabyggð, en sjóðurinn starfar og býður þjónustu sína með þeim starfsheimildum sem hann hefur lögum samkvæmt á Íslandi.
Starfsemi sparisjóðsins fer fram í einni viðskiptaeiningu með tveimur afgreiðslum, á Hólmavík og í Norðurfirði á Ströndum, símaþjónustu og rafrænni þjónustu. Sparisjóður Strandamanna er með afmarkað vöruúrval og viðskiptamannahóp sem er sambland af einstaklingum og lögaðilum sem starfa að mestu á starfssvæði sparisjóðsins. Stöðugildi voru 6 í árslok 2020. Sparisjóðurinn er að nær öllu leiti í eigu rúmlega eitt hundrað Strandamanna.
Vakin er athygli á því að viðskiptamenn sparisjóðsins eru nær allir búsettir á Ísland. Fjöldi viðskiptavina með búsetu erlendis er hverfandi og í afar lágu hlutfalli miðað við alla viðskiptamenn sjóðsins.
Sparisjóður Strandamanna fagnar tækifæri til frekari umbóta og hefur alla tíð eða í 130 ár sýnt samfélagslega ábyrgð og hyggst gera það hér eftir sem hingað til.