Sparisjóður Standamanna hefur ráðið Þorbjörn Jónsson sem sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna ses og tekur hann við starfinu 15. september næstkomandi.
Þorbjörn er með B.A í stjórnmálafræði frá HÍ 2002, og M.Sc. gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá University of Aarhus 2008. Auk þess hefur hann lokið fjölda námskeiða á sviði viðskipta og útlánastarfssemi.
Þorbjörn starfaði sem viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Landsbankanum á Selfossi frá 2011-2020, sem verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands 2009-2011, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu 2008 og sérfræðingur hjá Tryggingastofun ríkisins 2002-2006.
Þorbjörn gefur yfirgripsmikla þekkingu á útlánastarfssemi, rekstri og fjármálum fyrirtækja, jafnt í sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu, iðnaði og fasteigaverkefnum, sem og þjónustu til fyrirtækja og rekstraraðila af ýmsum stærðum.
Þorbjörn er giftur Önnu Valgerði Sigurðardóttur, ferðamálafræðingi og kennara og eiga þau þrjú börn.
Sparisjóður Strandamanna ses var stofnaður 1891 og er staðsettur á Hólmavík og með afgreiðslu í Norðurfirði. Stöðugildi voru 5 í árslok 2019.
Sparisjóðurinn veitir alla almenna bankaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja, auk þess er Sparisjóðurinn með afgreiðslu fyrir Íslandspóst og Sjóvá.