Sparisjóðurinn býður nú sem endranær ýmis úrræði fyrir einstaklinga sem sjá fram á tímabundna greiðsluerfiðleika vegna óvæntra aðstæðna, s.s. atvinnumissis eða veikinda. Úrræðin geta verið mismunandi en þar má nefna frestun á greiðslum af íbúðalánum, greiðsludreifingu kreditkortalána o.fl.. Ýmsar lausnir eru einnig í boði fyrir fyrirtæki sem sjá fram á tímabundna erfiðleika.
Við viljum því hvetja viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa samband við sinn sparisjóð til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.
Sparisjóður Austurlands sparaust@sparaust.is 470-1100
Sparisjóður Höfðhverfinga spsh@spsh.is 460-9400
Sparisjóður Suður-Þingeyinga spthin@spthin.is 464-6200
Sparisjóður Strandamanna spstr@spstr.is 455-5050