Svikapóstar í nafni Valitors

Valitor varar við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Valitor til almennings.

Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax.

Hafi fólk brugðist við slíkum póstum er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu valitors: https://www.valitor.is/frettir/2022/vidvorun-svikapostar-i-nafni-valitor/