Sparisjóður Suður-Þingeyinga óskar eftir áhugasömu fólki í stjórn

Sparisjóður Suður-Þingeyinga óskar eftir áhugasömu fólki í stjórn

Valnefnd Sparisjóðs Suður-Þingeyinga auglýsir eftir einstaklingum til að bjóða sig fram í stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á aðalfundi sjóðsins þann 2. maí 2022.

Valnefndin var skipuð á síðasta aðalfundi og ætlar bæði að augýsa eftir stjórnarmönnum en einnig að leita fyrir sér sjálf. Stjórnarmenn skulu hafa yfir að ráða reynslu og þekkingu eða hafa lokið námi sem nýtist í stjórnarstarfinu. Stjórnarmenn í Sparisjóðnum líkt og öðrum fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum geta búist við því að gangast undir hæfismat hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Áhugasamir skulu gefa sig fram við valnefnd Sparisjóðsins fram til 15. apríl nk. Nefndarfólk í valnefndinni veitir jafnframt nánari upplýsingar:

Valdimar Halldórsson, valdimh@hotmail.com, s. 618-2473
Kolbrún Úlfsdóttir, ku@hotelraudaskrida.is, s. 611-3405