Netsvik hafa aukist mikið að undanförnu og viljum við hvetja ykkur til að fara varlega, sérstaklega þegar þið fáið tölvupóst, SMS eða skilaboð á samfélagsmiðlum sem innihalda hlekki sem þú átt ekki von á.
Passið að gefa aldrei upp kortanúmer og öryggisnúmer kortsins (CVV, gildistíma og Secure Code) þegar óskað er eftir því á samfélagsmiðlum, í tölvupósti, í SMS skilaboðum eða símtali. Ekki samþykkja beiðni um rafræn skilríki/undirritun nema að þú sért 100% viss um að þú hafir beðið um undirritunina.
Við tókum saman nokkur ráð um það hvað ber að varast til að forðast netsvik.