Auðkennisappið: Viðbótarleið við auðkenningu

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum. Appið, sem er gjaldfrjálst, er hægt að nota hvar sem er í heiminum óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum. Appið hentar sérstaklega vel þeim sem búa erlendis og eru í viðskiptum við Sparisjóðina.

Auðkennisappið er góð viðbót við þá möguleika sem fyrir eru við innskráningu í netbanka Sparisjóðanna, rafræn skilríki og skráningu með notendanafni.

Hægt er að virkja ný skilríki í appið í sjálfsafgreiðslu ef þú ert nú þegar með rafræn skilrík á farsíma (SIM) sem virkjuð voru á skráningastöð. Einnig er hægt fara á skráningastöðvar þar sem þú vottar þig með ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini og færð ný rafræn skilríki virkjuð í appið.

Hægt er að sækja appið í App Store og Google Play.

 

 Nánari upplýsingar um appið má finna hér.