Miðvikudagskvöldið 10.nóvember, 2021, mun Valitor skipta um þjónustuaðila sem sér um auðkenningu korthafa í netviðskiptum. Gert er ráð fyrir að uppfærslu verði lokið um kl.19:00
Vefsíðan sem korthöfum er vísað á þegar frekari auðkenningar er krafist í netviðskiptum mun breytast samhliða þessu. Nýja vefsíðan mun frá og með þriðjudagskvöldinu líta svona út:
Korthafar eiga ekki að verða varir við neina aðra breytingu en lendi þeir í vandræðum hvetjum við korthafa til að hafa samband við sinn útgáfubanka eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma banka.
Í ljósi þess að svik í netviðskiptum er að aukast viljum við einnig hvetja korthafa til að fara með gát í netviðskiptum.
- Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur upp kortaupplýsingar
- Skoðaðu vefslóðina sem biður þig um kortaupplýsingar
- Skoðaðu vel SMS skilaboð sem þú færð til auðkenningar
Við hvetjum korthafa til að kynna sér efni á meðfylgjandi tengli Kortasvik - hvað ber að varast - Valitor