Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar. Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði er tímabundið úrræði en hafa verður í huga að við úttektina minnkar inneign fólks þegar það nær lífeyrisaldri.
- Heildargreiðsla að hámarki 12 milljónir kr. á einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 1. apríl 2020.
- Greitt í jöfnum mánaðarlegum greiðslum, 800.000 kr. á mánuði, að frádreginni staðgreiðslu tekjuskatts, í allt að 15 mánuði frá umsókn.
- Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
- Ef einstaklingur á viðbótarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal gera grein fyrir því í umsókn, en 12 milljón kr. hámarkið gildir um alla vörsluaðila viðbótarsparnaðar samtals.
- Umsóknartímabil: 1. apríl 2020 til 31. desember 2020.
Fyrsta fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu úrræði verður þann 20 maí samkvæmt ofangreindu og verða þá afgreiddar þær umsóknir sem hafa borist fyrir 10. maí. Eftir það verða fyrstu greiðslur greiddar 20. dag þess mánaðar fyrir þær umsóknir sem hafa borist fyrir 10. dag sama mánaðar.
Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér eða undir "Umsóknir".