Skilríki mín á farsíma eru að renna út

Rafræn skilríki á farsíma hafa 5 ára gildistíma. Ef skilríkin eru ekki endurnýjuð innan þess tíma verða þau ónothæf. Þá þarf að fara á skráningastöð og fá ný rafræn skilríki. Auðkenni sendir öllum notendum SMS sem varar þá við því að skilríkin séu að fara renna út. Ef notendur fara inn á mitt.audkenni.is og minna en 120 dagar eru eftir af gildistíma skilríkjanna fá þeir upp möguleika á að endurnýja skilríkin.
Leiðbeiningar um endurnýjun rafrænna skilríkja á farsíma.