Í janúar var gerð breyting á auðkenningu þegar verslað er á netinu og þurfa allir korthafar að staðfesta kaup á netinu með rafrænum skilríkjum.
Þessi leið eykur öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila sem og korthafa og getur dregið verulega úr hættu á því að stolin kort séu notuð í netviðskiptum þar sem korthafi þarf að staðfesta kaup með rafrænum skilríkjum í síma.
Þessi sterka auðkenning (3D-Secure V 2.0) gengur út á að tryggja öryggi bæði verslana og korthafa með því að krefjast að öll viðskipti með greiðslukortum séu staðfest með viðbótar auðkenningu. Þessi breyting á þó ekki við um rafræn kaup í gegnum Apple Pay/Google Pay á staðnum, heldur aðeins á netgreiðslum.
Hvað ef ég er ekki með rafræn skilríki?
Ef viðkomandi er ekki með rafræn skilríki er hægt að mæta á einhverja af þessum afgreiðslustöðum.
Hvað á að gera ef ég fæ ekki beiðni um rafræn skilríki þegar ég reyni að kaupa á netinu?
Hafðu samband við þinn Sparisjóð til þess að fá aðstoð.
Hvernig nota ég rafræna auðkenningu?
Þegar þú kaupir eitthvað á netinu færðu upp skjámynd, sem sýnir upphæð staðfestingar og frá hvaða aðila er verið að versla. Mikilvægt er að athuga hvort heildartalan stemmi ekki við það sem verið er að versla. Það getur liðið nokkrar sekúndur áður en skjámynd birtist á síma.
Ef heildartalan stemmir, og viðkomandi aðili vill samþykkja greiðsluna er smellt á Accept
þegar búið er að samþykkja þarf að stimpla inn lykilorðið sem var valið við stofnun rafrænna skilríkja.
Þegar búið er að slá inn númerið - og ýtt á Send, er búið að staðfesta með rafrænum skilríkjum.