Nýtt millibankakerfi verið tekið í notkun að kvöldi föstudags 23. október. Innleiðing hefur áhrif á kerfi þar sem greiðslur fara á milli banka og sparisjóða. Viðskiptavinir eiga ekki að verða varir við þetta, en búast má við smávægilegum truflunum í netbanka, hraðbönkum og millifærslum á milli fjármálastofnana.
Nýja kerfið, sem er í eigu Seðlabanka Íslands, tekur við hlutverki svokallaðs stórgreiðslukerfis Seðlabankans og jöfnunarkerfis Greiðsluveitunnar og er í eigu seðlabankans.