Nýr heimabanki einstaklinga aðgengilegur

Kæri viðskiptavinur,

 

Nú hefur sparisjóðurinn opnað nýjan heimabanka.  Þér er velkomið að prófa hann og aðstoða okkur við að gera hann betri.  Okkar markmið er að vera með einfalda lausn sem uppfyllir þó þær kröfur sem til hennar eru gerðar.  Enn er verið að vinna í þáttum sem hafa áhrif á notkun fyrirtækja eða einstaklinga í rekstri eins og kröfugerð, bunkagreiðslur, tengingar við bókhaldskerfi og fleira. 

Það er okkur afar mikilvægt að fá ábendingar um atriði sem betur mættu fara og því óskum við þess að þú sendir línu á þinn sparisjóð sbr. hér að neðan.

Þeir sem eru með rafræn skilríki eiga að geta komist inn eins og í eldri bankann.  Hver sparisjóður er með sinn eigin banka þannig að á meðan við erum ekki búin að skipta út gamla bankanum þarf að fara á rétta slóð út frá því í hvaða sparisjóði viðskiptin eru.

Slóðir á heimabanka sparisjóða eru:

Sparisjóður Austurlands, https://sparaust.heimabanki.is

Sparisjóður Suður-Þingeyinga, https://spthin.heimabanki.is

Sparisjóður Strandamanna, https://spstr.heimabanki.is

Sparisjóður Höfðhverfinga, https://spsh.heimabanki.is

Athygli er vakin á því að eldri heimabanki verður opinn þar til annað verður ákveðið.  Það á því að vera hægt að bjarga sér áfram þar bæði með þá þætti sem á eftir að klára varðandi fyrirtækjavirkni en einnig ef þið lendið í vandræðum í nýjum banka s.s. ef verið er að uppfæra hann.

Athugasemdir, ábendingar, villutilkynningar eða hvað annað sem þú telur rétt að koma á framfæri sem gæti leitt til þess að bæta kerfið er vel þegið og best væri að koma þeim á sparisjóðinn þinn.

Sendu okkur línu:

Sparisjóður Austurlands.

 https://www.spar.is/is/sparisjodur-austurlands/hafa-samband-austurland

Sparisjóður Suður-Þingeyinga. 

https://www.spar.is/is/sparisjodur-s-thingeyinga/hafa-samband-sudur-thingeyinga

Sparisjóður Strandamanna. 

https://www.spar.is/is/sparisjodur-strandamanna/hafa-samband-strandamanna

Sparisjóður Höfðhverfinga.

 https://www.spar.is/is/sparisjodur-hofdhverfinga/hafa-samband-hofdhverfinga

                                                                                             

                                                                                                              Starfsfólk sparisjóðanna