Almennir viðskiptaskilmálar sjóðsins hafa verið uppfærðir. Gilda þeir um viðskipti sparisjóðsins og viðskiptavina hans. Skilmálarnir hafa að geyma almenn ákvæði um réttindi og skyldur aðila en í ákveðnum tilvikum gilda auk þeirra sérstakir skilmálar. Þeir aðilar sem nota heimabanka mega búast við því að þurfa að staðfesta skilmálana við opnun bankans en öðrum er bent á að kynna sér þá á heimasíðu sjóðsins.
Hægt er að nálgast skilmálana hér.